Enski boltinn

Rodriguez í læknisskoðun hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maxi Rodriguez fagnar marki í leik með Atletico Madrid.
Maxi Rodriguez fagnar marki í leik með Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP

Argentínski leikmaðurinn Maxi Rodriguez er nú staddur í Liverpool þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá samnefndu félagi.

Talið er að Rodriguez muni svo skrifa undir átján mánaða samning við félagið sem er sagt þurfa að greiða Atletico Madrid á Spáni eina og hálfa milljón punda fyrir.

Rodriguez á þó eftir að ganga frá lausum endum á Spáni og mun snúa aftur þangað eftir leik Liverpool og Reading í ensku bikarkeppninni á morgun.

Rodriguez er góðvinur Javier Mascherano, leikmanns Liverpool.

Í síðustu viku voru þeir Andrea Dossena og Andryi Voronin seldir frá Liverpool.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×