Viðskipti innlent

Mun færri sagt upp í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mun færri starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum í hópuppsögnum í ár en í fyrra, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar kemur fram að 1367 starfsmönnum var sagt upp í 39 hópuppsögnum sem tilkynntar voru á fyrstu átta mánuðunum í fyrra. Í ár hefur 494 starfsmönnum verið sagt upp í 21 hópuppsögn sem tilkynnt hefur verið til Vinnumálastofnunar.

Greining Íslandsbanka segir þó að ekki sé hægt að slá því föstu að uppsagnahrinu sé lokið. Sú hætta sé fyrir hendi að seinkunin sem hafi orðið á endurskipulagningu skulda margra fyrirtækja, og hafi þá jafnvel tímabundið komið í veg fyrir að mörg þeirra hafi farið í þrot án þess að staða þeirra hafi í raun breyst til hins betra, hafi einnig tímabundið komið í veg fyrir að mörg þeirra hafa ráðist í frekari uppsagnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×