Regluverðir kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál Karen Kjartansdóttir skrifar 13. apríl 2010 19:37 Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira