Enski boltinn

Benayoun fékk ranga greiningu hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yossi Benayoun, leikmaður Chelsea.
Yossi Benayoun, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Yossi Benayoun, leikmaður Chelsea, segist hafa fengið ranga greiningu á meiðslum sínum hjá læknum félagsins.

Á þriðjudaginn var greint frá því að Benayoun yrði frá næsta hálfa árið þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð en hann er með rifna hásin.

„Þetta er allt saman mjög skrýtið," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „Ég fór þrisvar í segulómun og í þrjár ómskoðanir hjá læknum Chelsea og þeir sögðu allir að þetta væri bara lítil rifa."

Því næst fór hann til Ísrael til að spila með landsliði sínu en læknarnir þar voru fljótir að greina hversu alvarleg meiðslin voru.

„Þeir sögðu mér að þetta væri stór rifa. Ég skil ekki hvernig læknanir hjá Chelsea fóru að því að missa af þessu," bætti hann við.

Benayoun sagðist þó ekki finna fyrir sársauka sem læknarnir í Ísrael sögðu afar óvenjulegt miðað við svo stóra rifu á hásininni.

„Ég er enn verkjalaus en get ekkert gert fyrr en ég fer í aðgerðina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×