Enski boltinn

Mutu þarf að borga Chelsea 14 milljónir punda

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mutu í búningi Chelsea.
Mutu í búningi Chelsea. AFP
Adrian Mutu mun þurfa að borga Chelsea 14 milljónir punda og mun það væntanlega taka hann lungann af lífstíðinni.

Chelsea borgaði Parma 15 milljónir punda fyrir Mutu árið 2003 og vildi fá allan þann pening til baka frá Mutu. Ástæðan er að hann féll á lyfjaprófi árið 2004 eftir neyslu kókaíns.

Mutu fékk sjö mánaða bann fyrir vikið en hefur nú í mörg ár barist við Chelsea vegna skaðabóta.

Að lokum neitaði áfrýjunardómstóll FIFA beiðni hans um frávísun í dag. Málinu er þar með lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×