Handbolti

Einar: Þurftum bara að spila handbolta í 50 mínútur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var borubrattur eftir sigur sinna stúlkna á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna.

„Við spiluðum bara handbolta í 50 mínútur og lukum leik eftir það. Það dugði til sigurs í dag og ég get því ekki kvartað. Ég er sáttur við að vera kominn yfir í rimmunni, sigur er það sem telur," sagði Einar við Sporttv eftir leikinn en hann segir sitt lið ætla að klára dæmið á sunnudag.

„Þegar við vorum jafnmargar á vellinum þá vorum við miklu betri. Ég hefði viljað sjá stelpurnar klára leikinn með meiri sóma en það skipti ekki máli. Ef við spilum síðan okkar leik á sunnudag þá munum við vinna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×