101 Öræfasveit 3. september 2010 06:00 Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notkun nýtt háhraða ljósleiðaranet. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveitinni náðist eingöngu ein sjónvarpsstöð. Með tilkomu ljósleiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raunar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fallegu sveit milli sanda. Ljósleiðarann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarpsstöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni. Drifkraftur Öræfinga er aðdáunarverður. Verkefnið var umfangsmikið og kostnaður á hvert heimili í sveitinni nemur um hálfri milljón króna. Fjarskiptafélag Öræfinga var stofnað í þeim tilgangi að kippa sveitinni í einu vetvangi úr tæknilegri fornöld og inn í nútímann. Það hefur nú tekist og starfsfólk Vodafone er stolt af því, að Öræfingar skuli hafa valið okkur sem sinn þjónustuaðila á hinu nýja fjarskiptaneti í Öræfasveit. Örugg og góð fjarskipti, ekki síst öflug nettenging, er ein lykilforsenda þess að dreifðari byggðir landsins megi dafna. Þau auka lífsgæði fólks, gera því auðveldara að stunda fjarnám, sækja sér afþreyingu og stunda nútímaleg samskipti við umheiminn. Þau bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auka gæði skólastarfs og ættu í raun að teljast til sjálfsagðra réttinda íbúa um land allt. Öræfingar hafa sýnt að þeir eru framsýnir ekki síður en stórhuga. Þeir hefðu getað farið ódýrari leið og fengið með því hefðbundna netþjónustu. Sú leið hefði kostað minna en að sama skapi hefði hún dugað skemur og haft takmarkaðari nýtingarmöguleika. Með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitinni hafa íbúar stigið stórt skref inn í framtíðina og sýnt í verki að ekkert fær stöðvað góða hugmynd ef fólk vinnur saman. Til hamingju með daginn Öræfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Sjá meira
Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notkun nýtt háhraða ljósleiðaranet. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveitinni náðist eingöngu ein sjónvarpsstöð. Með tilkomu ljósleiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raunar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fallegu sveit milli sanda. Ljósleiðarann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarpsstöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni. Drifkraftur Öræfinga er aðdáunarverður. Verkefnið var umfangsmikið og kostnaður á hvert heimili í sveitinni nemur um hálfri milljón króna. Fjarskiptafélag Öræfinga var stofnað í þeim tilgangi að kippa sveitinni í einu vetvangi úr tæknilegri fornöld og inn í nútímann. Það hefur nú tekist og starfsfólk Vodafone er stolt af því, að Öræfingar skuli hafa valið okkur sem sinn þjónustuaðila á hinu nýja fjarskiptaneti í Öræfasveit. Örugg og góð fjarskipti, ekki síst öflug nettenging, er ein lykilforsenda þess að dreifðari byggðir landsins megi dafna. Þau auka lífsgæði fólks, gera því auðveldara að stunda fjarnám, sækja sér afþreyingu og stunda nútímaleg samskipti við umheiminn. Þau bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auka gæði skólastarfs og ættu í raun að teljast til sjálfsagðra réttinda íbúa um land allt. Öræfingar hafa sýnt að þeir eru framsýnir ekki síður en stórhuga. Þeir hefðu getað farið ódýrari leið og fengið með því hefðbundna netþjónustu. Sú leið hefði kostað minna en að sama skapi hefði hún dugað skemur og haft takmarkaðari nýtingarmöguleika. Með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitinni hafa íbúar stigið stórt skref inn í framtíðina og sýnt í verki að ekkert fær stöðvað góða hugmynd ef fólk vinnur saman. Til hamingju með daginn Öræfingar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun