Ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2010 16:45 Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira