Fótbolti

Ribery með 140 milljónir á mánuði

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ribery fagnar marki.
Ribery fagnar marki. GettyImages
Franck Ribery er launahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Þetta kemur fram í úttekt hjá þýska blaðinu Bild.

Launin hans eru 833.000 evrur á mánuði, um 140 milljónir íslenskra króna.

Hinn 27 ára gamli Frakki var að framlengja samning sinn við Bayern Munchen til ársins 2015.

Næsti maður á eftir Ribery er Raúl sem er með 600 þúsund evrur á mánuði. Í þriðja til fjórða sæti eru fyrirliðar þýska landsliðsins Philipp Lahm og Michael Ballack með 583 þúsund evrur.

Af þjálfurunum er Louis van Gaal efstur með 333.000 evrur en Felix Magath, sem er bæði þjálfari og framkvæmdastjóri, er með 458 þúsund evrur.

Bild segir að Bayern Munchen eyði 90 milljónum evra á tímabili í laun leikmanna. Wolfsburg eyðir 70 milljónum og Schalke 60.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×