Fimm karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa í mars og apríl staðið saman að innflutningi á 1,6 kílói af kókaíni til Íslands frá Spáni sem ætluð hafi verið til söludreifingar í ágóðaskyni.
Fram kemur í ákærunni gegn þeim Davíð Garðarssyni, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, Jóhannesi Mýrdal, Pétri Jökli Jónassyni og Orra Frey Gíslasyni að fíkniefnin hafi verið falin í þremur ferðatöskum sem Jóhannes hafi flutt til landsins með farþegaflugi. Ákæran gegn þeim verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu.
Málið er nátengt öðru fíkniefnamáli sem var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tveir menn og tvær konur, eru ákærð í því máli fyrir fíkniefnainnflutning frá Alicante á Spáni. Um 1,7 kíló af kókaíni var að ræða og voru fíkniefnin falin í þremur ferðatöskum sem tvö þeirra fluttu með sér um Leifsstöð.
Ákærðir fyrir innflutning á 1600 grömmum af kókaíni

Tengdar fréttir

Burðardýr eiturlyfja héldu sig fá milljónir
Par á þrítugsaldri gerði ráð fyrir að fá þrjár til fjórar milljónir fyrir að smygla tæpum 1,8 kílóum af kókaíni í þremur ferðatöskum hingað til lands.

Meintir smyglarar fyrir dóm
Málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag yfir fjórum einstaklingum, tveimur mönnum og tveimur konum, fyrir að standa að fíkniefnainnflutningi frá Alicante á Spáni. Um 1,7 kíló af kókaíni var að ræða og voru fíkniefnin falin í þremur ferðatöskum sem tvö þeirra fluttu með sér um Leifsstöð. Þá er fólkið einnig ákært fyrir vörslu annara fíkniefna, hassi og maríjuana.