Schumacher orðinn snarari í snúningum 13. október 2010 13:43 Michael Schumacher er elsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Schumacher ók vel í Japan á sunnudaginn og varð sjötti eftir harða rimmu við liðsfélaga sinn Nico Rosberg. Rosberg flaug útaf þegar eitthvað bilaði í bílnum. Schumacher komst í tíu manna úrslit í tímatökunni og ók af kappi á Suzuka brautinni. "Satt að segja tel ég að ég hafi verið á réttum skrið frá fyrsta hring í mótinu í Singapúr, en þar gerðist eitthvað sem varð til þess að geta bílsins fór þverrandi. Við skoðuðum málið og ástæðan var hin sérkennilegasta", sagði Schumacher í frétt á autosport.com í dag. Schumacher hefur trú á því að hann verði fljótari í framtíðinni og virðist vera ná tökum á tækninni eftir að hafa byrjað aftur eftir þriggja ára hlé. Hann virtist vera með allt á hreinu í Japan. "'Ég veit ekki hvort við getum talað um skref fram á við. Það eru sumar brautir, eins og í Valencia þar sem mér hefur ekki gengið vel. En samspil bíls, dekkja og mín var ekki að virka, en í heildina hefur þetta verið þolanlegt. Þetta hefur ekki verið eins og ég vænti, en ég hef fundið ástæðurnar fyrir þessu og hef góða tilfinningu fyrir framtíðinni", sagði Schumacher. Schumacher er með samning við Mercedes liðið þýska til loka 2013. Hann er 41 árs gamall í dag og elsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Schumacher ók vel í Japan á sunnudaginn og varð sjötti eftir harða rimmu við liðsfélaga sinn Nico Rosberg. Rosberg flaug útaf þegar eitthvað bilaði í bílnum. Schumacher komst í tíu manna úrslit í tímatökunni og ók af kappi á Suzuka brautinni. "Satt að segja tel ég að ég hafi verið á réttum skrið frá fyrsta hring í mótinu í Singapúr, en þar gerðist eitthvað sem varð til þess að geta bílsins fór þverrandi. Við skoðuðum málið og ástæðan var hin sérkennilegasta", sagði Schumacher í frétt á autosport.com í dag. Schumacher hefur trú á því að hann verði fljótari í framtíðinni og virðist vera ná tökum á tækninni eftir að hafa byrjað aftur eftir þriggja ára hlé. Hann virtist vera með allt á hreinu í Japan. "'Ég veit ekki hvort við getum talað um skref fram á við. Það eru sumar brautir, eins og í Valencia þar sem mér hefur ekki gengið vel. En samspil bíls, dekkja og mín var ekki að virka, en í heildina hefur þetta verið þolanlegt. Þetta hefur ekki verið eins og ég vænti, en ég hef fundið ástæðurnar fyrir þessu og hef góða tilfinningu fyrir framtíðinni", sagði Schumacher. Schumacher er með samning við Mercedes liðið þýska til loka 2013. Hann er 41 árs gamall í dag og elsti ökumaðurinn í Formúlu 1.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira