Webber: Gekk of langt í ummælum 19. júlí 2010 09:49 Mark Webber fagnar sigrinum á Silverstone. Mynd: Getty Images Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans. Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans.
Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira