Dómarar við Hæstarétt íhuga hæfi sitt 4. október 2010 18:54 Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu. Landsdómur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu.
Landsdómur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira