Eurovision: Truflarinn Jimmy Jump orðin stórstjarna í Osló Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 14:23 Spænski flytjandinn hélt haus þrátt fyrir að vitleysingurinn Jimmy væri allt í einu mættur í atriðið hans. Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira