Göngum ábyrg til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar