Enski boltinn

Stoke jafnaði á 90. mínútu á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sotirios Kyrgiakos sést hér við það að skora markið sitt í dag.
Sotirios Kyrgiakos sést hér við það að skora markið sitt í dag. Mynd/AFP

Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Stoke í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Það stefndi lengi vel í Liverpool-sigur en heimamenn í Stoke náðu að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Dirk Kyut skallaði síðan í stöngina úr dauðafæri í uppbótartímanum og vandræði Rafel Benitez og lærisveina hans halda áfram.

Robert Huth skoraði jöfnunarmarkið fyrir Stoke þegar hann potaði boltanum í mark Liverpool eftir hornspyrnu Matty Etherington. Markið kom á 90. mínútu leiksins.

Grikkinn Sotirios Kyrgiakos hafði komið Liverpool í 1-0 á 57. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Hann ýtti boltanum þá yfir línuna eftir þvögu í kjölfar aukaspyrnu Fabio Aurelio.

Liverpool (7. sæti) og Stoke (10. sæti) eru áfram í sömu stöðu í ensku úrvalsdeildinni en það gæti breyst þegar hinir leikir umferðarinnar fara fram í dag og á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×