Er ekki lýðræði í Hafnarfirði? 17. júní 2010 06:00 Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun