Flestir vilja ljúka viðræðum og kjósa 28. september 2010 06:00 Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn frekar en að draga umsókn um aðild til baka. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum, alls 83,8 prósent. Alls sögðu 16,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú að þeir vildu frekar draga umsóknina til baka. Hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna er einnig meirihluti fyrir þeirri leið, og vildu 63,6 prósent ljúka viðræðunum, en 36,4 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru klofnir í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Alls vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 46,4 prósent vildu ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, þótt munurinn á hópunum sé ívið minni. Alls vilja 52,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn draga umsóknina til baka, en 47,8 prósent vilja frekar ljúka viðræðunum. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra framboða til spurningarinnar. Lítill munur var á afstöðu kynjanna til aðildarviðræðna. Alls vilja 65,1 prósent karla sem afstöðu tóku ljúka viðræðunum, en 63,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 88,9 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn frekar en að draga umsókn um aðild til baka. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum, alls 83,8 prósent. Alls sögðu 16,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú að þeir vildu frekar draga umsóknina til baka. Hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna er einnig meirihluti fyrir þeirri leið, og vildu 63,6 prósent ljúka viðræðunum, en 36,4 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru klofnir í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Alls vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 46,4 prósent vildu ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, þótt munurinn á hópunum sé ívið minni. Alls vilja 52,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn draga umsóknina til baka, en 47,8 prósent vilja frekar ljúka viðræðunum. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra framboða til spurningarinnar. Lítill munur var á afstöðu kynjanna til aðildarviðræðna. Alls vilja 65,1 prósent karla sem afstöðu tóku ljúka viðræðunum, en 63,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 88,9 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira