Lífið

Russell Brand: Þarf ég virkilega nýja skó?

Katy Perry og Russell Brand.
Katy Perry og Russell Brand. MYND/Cover Media
Russell Brand, 35 ára, segir að hann og unnusta hans, söngkonan Katy Perry, 25 ára, breyttu fatastílnum eftir að þau byrjuðu saman.

Russell er hættur að klæðast eingöngu svörtum fötum síðan hann byrjaði með Katy.

„Eftir að ég fór að vera litaglaðari í fatavali hefur hún (Katy) tekið upp á því að klæðast svörtu mun oftar og hún hefur líka tekið upp á því að vera kynþokkafyllri í klæðnaði," sagði hann í viðtali við ASOS tímaritið.

Alexander McQueen og John Galliano eru uppáhaldshönnuðir Russell en hann segist vera nískur þegar kemur að því að fjárfesta í dýrum fatnaði.

„Ég spyr mig sífellt hvort ég virkilega þurfi fötin áður en ég kaupi þau og ég fer sjaldan í fatabúðir því mér líður ekkert betur þó ég versli mér eitthvað," sagði Russell.

„Ég spyr sjálfa mig til dæmsi: Á mér eftir að líða betur ef ég kaupi þessa skó? Verð ég ekki bara í sama skapi... bara í nýjum skóm."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.