Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ Boði Logason skrifar 2. október 2010 16:45 Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Mynd/Ísak Örn „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara." Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara."
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira