Innlent

Facebook hópur vill að forsetinn segi af sér

Ólafur Ragnar skýrir frá ákvörðun sinni á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar skýrir frá ákvörðun sinni á Bessastöðum. MYND/Pjetur

Áður en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá ákvörðun sinni varðandi Icesave lögin var vitað að ákvörðun hans yrði umdeild, hver sem hún yrði. Skömmu eftir að ljóst var að hann myndi ekki staðfesta hin umdeildu lög og þess í stað vísa þeim til þjóðarinnar var stofnaður hópur á Fésbókinni sem vill að forsetinn segi af sér. Meðlimum hópsins fjölgar ört og eru þeir nú orðnir tæplega 600 talsins.

„Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum," segir á síðu hópsins sem er hægt að skoða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×