Orkuveitan aftengdi neysluvatn fjölskyldu 2. október 2010 06:00 Ingibjörg Þorgilsdóttir og Jón Jóhann Jónsson Vetur nálgast og hjónin í Perluhvammi og sonur þeirra hafa ekkert neysluvatn í skúrnum sem þau búa nú tímabundið í. Bera þarf vatn úr Leirvogsá í fötum inn í hús. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
„Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira