Fyrri heimsstyrjöldinni lýkur á morgun 2. október 2010 03:00 Skotgrafahernaður Stríðið stóð frá 1914 til 1918. Mestallan tímann einkenndust átökin af skotgrafahernaði á austur- og vesturvígstöðvunum. Margir vilja meina að stríðinu ljúki fyrst á morgun þegar skuld Þjóðverja verður að fullu greidd. saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Sjá meira
saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Sjá meira