Hægri hönd í eftirsótt starf 2. október 2010 02:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason Fréttir Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason
Fréttir Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent