Enski boltinn

Hermann og félagar fá ekki útborgað fyrr en í fyrsta lagi 5. janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik á móti Chelsea á dögunum.
Hermann Hreiðarsson í leik á móti Chelsea á dögunum. Mynd/AFP

Portsmouth gat enn á ný ekki borgað sínum leikmönnum laun um þessi mánaðarmót en forráðamenn félagsins vonast eftir því að geta bætt úr því strax eftir helgi.

„Stjórnin er að gera sitt besta og við getum alveg bjargað okkur," sagði Avram Grant, stjóri Portsmouth.

Leikmenn Portsmouth áttu að fá útborgað á gamlársdag en nú vonast menn þar á bæ eftir því að getað borgað Hermanni Hreiðarssyni og félögum launin sín 5. janúar. Hermann er trúnarmaður leikmanna og stendur því í ströngu enn ein mánaðarmótin.

„Ég vonast eftir því að fá einhver pening til þess að kaupa menn í janúar. Við eigum möguleika á að halda okkur í deildinni. Fyrir mánuði vorum við sjö stigum frá öruggu sæti en núna erum við aðeins fjórum stigum frá sautjánda sætinu," sagði Grant.

„Ég tel að stuðningsmennirnir okkar standi enn að baki okkar og þeir hjálpa liðinu mikið. Þeir voru hér áður en leikmenn og þjálfarar komu til liðsins og þeir verða hér áfram eftir okkar tíma.Við verðum að gera okkar besta fyrir þá," sagði Grant.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×