Enski boltinn

Berbatov hugsanlega á leið í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov fagnar í leik með Manchester United.
Dimitar Berbatov fagnar í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Dimitar Berbatov þarf mögulega að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla en hann missti af leik Manchester United og Birmingham í gær.

Alex Ferguson staðfesti að Berbatov þyrfti mögulega að fara í aðgerð vegna meiðslanna. „Hann vildi spila en við ákváðum að það væri mikilvægt að fá hann góðan af meiðslunum."

„Það er mögulegt að hann þurfi að fara í speglunaraðgerð," bætti hann við.

Ferguson sagði í síðasta mánuði að Berbatov þyrfti ekki að fara í aðgerð en þar sem batinn hefur verið lítill sem enginn þurfti að endurskoða það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×