Suður-kóreski herinn tilkynnti í gær að til stæði að hefja á ný stórskotaliðsæfingar á eyjum skammt frá norður-kóresku yfirráðasvæði. Stuttu síðar var tilkynnt að æfingunum hefði verið frestað.
Sams konar æfingar urðu til þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu yfir 200 sprengikúlum á eyjarnar fyrir viku.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa varað stjórnvöld sunnan landamæranna við því að hefja æfingar á eyjunum á ný. Spennan hefur enn aukist síðustu daga, eftir að bandaríski og suður-kóreski flotinn hófu æfingar á hafsvæði skammt frá Norður-Kóreu.- bj