Enski boltinn

Man. Utd íhugar að kaupa Hulk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Slúðurblaðið News of the World heldur því fram í dag að Man. Utd ætli sér að reyna að kaupa brasilíska framherjann Hulk af Porto. Brassinn myndi kosta United um 20 milljónir punda.

Það kostar rúmar 88 milljónir punda að kaupa hann út úr samningnum við Porto en slíka upphæð mun ekkert félag greiða fyrir leikmanninn.

Arsenal er einnig talið hafa áhuga á leikmanninum.

Hið raunverulega nafn framherjans er Givanildo Vieira de Souza en byrjað var að kalla hann Hulk þar sem hann þykir sláandi likur leikaranum Lou Ferrigno sem lék Hulk í sjónvarpsþáttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×