Formúla 1

Force India frumsýnir keppnístækið

Nýi Force India bíllinn var friumsýndur í dag.
Nýi Force India bíllinn var friumsýndur í dag.
Indverska Force India liðið sem er staðsett við Silverstone í Bretlandi frumsýndi 2010 ökutæki sitt í dag. Mark Smith hönnunarstjóri segir tækið framfaraskref frá fyrra ári.

"VJM03 bíllinn er endurbættur bíll frá því æí fyrra og tekur miið af nýjum hugmyndum okkar um hönnun. Við erum ánægðir með í hvaða átt við fórum með bílinn, að framþróa hann frekur en umbylta", sagði Smith í tilefni af frumsýningunni.

Force India þurfti að taka mið af nýjum reglum í ár, en mest um vert er að bensíntankar verða nú 160kg, þar sem ekki má setja bensín á bílanna í þjónustuhléum.

"Við erum með nærri tvisvar sinnum meira bensín en í fyrra, þannig að við bæði lengdum og breikkuðum bílinn. Þetta hafði áhrif á mekkaníska uppsetningu bílsins og yfirbygginguna og loftflæðið", sagði Smith.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×