Fótbolti

David Beckham spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í nóvember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham hefur verið duglegur að mæta á NBA-leiki.
David Beckham hefur verið duglegur að mæta á NBA-leiki. Mynd/AP
Það mun taka David Beckham lengur en áætlað var að ná sér eftir að hafa slitið hásin í deildarleik með AC Milan í mars. Beckham býst ekki við að spila fótbolta á ný fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Hann missir því ekki bara af HM heldur nánast öllu tímabilinu í bandarísku deildinni.

Beckham mun nefnilega ekkert ná að spila með liði sínu Los Angeles Galaxy á tímabilinu nema ef liðið kemst í úrslitakeppnina. Hann mun heldur ekki getað spilað fyrir enska landsliðið fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári.

Beckham lýsti því að það hafi verið eins og fá íshokkípökk í hælinn þegar hann sleit hásinina sína. Hann fór strax í aðgerð í Finnlandi og í fyrstu var búist við að hann kæmi aftur í september.

„Ég mun ekki hlaupa næstu þrjá mánuðina og mun ekki fara að spila aftur fyrr en í nóvember," sagði David Beckham þegar hann var gestur í Good Morning morgunþættinum á ABC-sjónvarpsstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×