Lífið

Katy lumar á góðum ráðum í rúminu

Katy Perry segist luma á góðum ráðum til að halda hjónabandi þeirra Russells Brand gangandi.nordicphotos/getty
Katy Perry segist luma á góðum ráðum til að halda hjónabandi þeirra Russells Brand gangandi.nordicphotos/getty

Bandaríska söngkonan Katy Perry segist luma á nokkrum góðum ráðum til að halda glóðinni við í hjónabandinu, en hún er gift gamanleikaranum Russell Brand.

„Ég luma á nokkrum ráðum og leyndarmálum. Ég get ekki deilt þeim með ykkur því ég vil ekki að allir viti af þeim. En við skulum bara segja að ég sé alveg laus við feimni. Og ég klæðist aldrei joggingfötum. Aldrei,“ sagði Perry í viðtali við tímaritið Grazia. Hún segist jafnframt passa upp á að þau eyði nægum tíma saman á milli þess sem þau sinna vinnu sinni.

„Ég passa upp á að eyða nægum tíma með honum. Við erum bæði mjög upptekin en hjónabandið skiptir miklu máli. Ég er heppin að geta ráðið vinnutíma mínum og ég gæti þess að taka pásur inni á milli. Ég skipti helgunum á milli Russell og vinkvenna minna. Ég vil ekki týna sjálfri mér í frægðinni og öllu sem henni fylgir.“

Söngkonan og eiginmaður hennar búa í Los Angeles en hún segist vel geta hugsað sér að setjast að á Englandi. „Mig langar að eignast heimili í London. Mig langar í breskt vegabréf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.