Lífið

Beckham, Snoop og fleiri stjörnur í Star Wars-auglýsingu fyrir HM

Þessi heimtar að Beckham spili fyrir lið Jabba the Hut.
Þessi heimtar að Beckham spili fyrir lið Jabba the Hut.
Adidas sparar ekki stóru nöfnin í nýrri auglýsingu sem gerð var fyrir Heimsmeistaramótið í fótbolta. Hún gerist á Cantina-barnum, sem margir ættu að kannast við úr Star Wars: Episode IV. Þarna eru Han Solo og fleiri persónur úr myndinni auk fjölda stjarna sem eru á samningi hjá Adidas.

Þannig lendir David Beckham í vandræðum þegar bófi frá Jabba the Hut heimtar að hann spili fyrir Jabba þegar hann jafnar sig á meiðslunum. Snoop lendir í slag með geislasverð á barnum en þarna eru einnig Daft Punk, Franz Beckenbauer, Noel Gallagher, Ian Brown, Ciara, grínistinn Jay Baruchel og plötusnúðurinn Neil Armstrong.

Frumsýna á auglýsinguna, sem er gerð af Lucasfilm, í útsendingu frá leik Englands og Bandaríkjanna næsta laugardag.

Hér á YouTube má sjá auglýsinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.