Afreksíþróttafólk milljarða virði fyrir þjóðarbúið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2010 10:00 „Rannsóknir hafa sýnt að árangur tengdur íþróttum og öðrum menningaratburðum skilar sér margfalt til baka fyrir bú viðkomandi þjóðar. Það er í því samhengi sem við þurfum að skoða fjárveitingar til þessara málefna, ekki síst til okkar afreksfólks í íþróttum." Þetta segir Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari, sem heldur í dag fyrirlestur á Grand Hótel hvað þurfi til að komast á toppinn í íþróttaheiminum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 15.30. Vésteinn segir að svarið liggi meðal annars í fjárveitingum til íþróttastarfs og að það standi helst fyrir þrifum hér á landi. „Þetta gengur helst út á að ætla sér að verða bestur. Ekki bara næstbestur heldur að ætla sér gullið," segir Vésteinn með áherslu. „Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að taka aðra stefnu en á toppinn. Það sem þarf til fyrst og fremst er fjármagnið." Vésteinn á sinn bakgrunn í frjálsíþróttum og hefur sem þjálfari náð á toppinn. Hans skjólstæðingar hafa orðið heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Sá frægasti er eistneski kringlukastarinn Gerd Kanter sem hefur orðið heims- og Ólympíumeistari. „Við erum nú ellefu manns sem vinnum eingöngu með hann. Það eru ekki allir í fullri vinnu en þetta er teymið í kringum hann. Það þarf mikið fjármagn til að það gangi upp," segir Vésteinn, sem er búsettur í Svíþjóð þar sem hann starfrækir eigið fyrirtæki. „Ég er með 28 starfsmenn sem starfa í kringum sjö íþróttamenn. Starfið er fjármagnað af þeim löndum sem íþróttafólkið keppir fyrir. Og fjarlægðin er ekkert vandamál. Enginn þessara íþróttamanna býr á sama stað og ég. Við hittumst í 150-180 daga á ári í æfingabúðum en þess á milli sinni ég þjálfuninni og þeim samskiptum sem ég þarf að eiga í gegnum netið. Til að verða bestur þarf að starfa með þeim bestu." Nýjasti skjólstæðingur Vésteins er Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sem er í fremstu röð í sjöþraut í sínum aldursflokki. „Þannig erum við að reyna að gera þetta með Helgu Margréti og erum við rétt komin af stað í þeirri vinnu. Við höfum leitað til bestu þjálfaranna á hennar sviði, til að mynda þjálfara Carolinu Klüft. Við sjáum um að hún fái það sem hún þarf." Vésteinn segir að nú þurfi að búa til umgjörð fyrir annað íslenskt afreksfólk í íþróttum. „Mér finnst Ísland vera draumaland fyrir íþróttafólk og miklu meira fjármagn á að koma inn í afreksíþróttir. Það er afar auðvelt að halda utan um allt starfið hér og hægt að stjórna öllu landinu úr Laugardalnum. Ísland er svo lítið land að reksturinn yrði eins og í einum klúbbi út í heimi." Vésteinn segir að grunnurinn sé til staðar. „Íslendingar eru sterkt fólk. Við erum með þetta í blóðinu. Samanborið við önnur Norðurlönd erum við miklu öflugra fólk. Og við þurfum að velja þær greinar sem við viljum skara fram úr samkvæmt því. Það sem við höfum fram fyrir marga aðra er líkamlegt atgervi. Við getum ekki ætlast til að vinna í neinu nema að við séum betri en hinir. Grunnurinn er góður og aðstaðan er komin en það þarf að koma með miklu meira fjármagn inn í starfið." Næsta spurning er vitaskuld hvaðan peningarnir eigi að koma. Ísland er í kreppu og í hverjum fréttatíma er sagt frá niðurskurði á mörgum sviðum, til að mynda heilbrigði og mennta. Vésteinn segir að þetta sé ekki samanburðarhæft og að hugarfarsbreytingar sé þörf. „Það er auðvelt að gagnrýna þetta. Það er lúxus að fá að vera atvinnumaður í íþróttum og gera ekkert allan daginn nema kasta kringlu. Það bjargar enginn mannslífum þannig. Ég er sammála því. Minn besti vinur er skurðlæknir og og það er miklu mikilvægara að hann sé á Landsspítalnum að bjarga mannslífum en ég að þjálfa einhverja menn sem kasta kúlum og kringlum. En að sama skapi mætti færa rök fyrir því að enginn veit af afrekum skurðlæknisins nema aðstandendur sjúklingsins. Ef Ísland myndi eignast Ólympíumeistara eða heimsmeistara yrði allt vitlaust í öllu þjóðfélaginu. Það hefur verið sýnt fram á það að slíkur árangur skili sér í meiri framleiðni á vinnumarkaði sem getur skilað þjóðarbúinu milljörðum." Vésteinn nefnir dæmi um Evrópumeistaratitil Dana í knattspyrnu árið 1992. „Það var fimmtán milljarða danskra króna virði í þjóðarframleiðslu. Þetta er það samhengi sem við þurfum að skoða þessi mál í. Annars getum við einfaldlega lagt afreksíþróttir niður. Það er ekki hægt að bera það saman við niðurskurð á öðrum sviðum. ÍSÍ veitir árlega afreksmönnum í íþróttum styrki. Aðeins einn fékk A-styrk fyrir árið 2010 en það var spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir. „A-styrkurinn hefur ekki breyst í 20 ár og er enn 160 þúsund á mánuði, alveg eins og ég fékk á sínum tíma. Þessi upphæð fylgir því ekki einu sinni verðbólguþróun. Ef að ríkið og sérstaklega stór fyrirtæki myndu setja meiri pening í þetta starf gæti Ísland orðið eins og Jamaíka nema bara í öðrum greinum. Íþróttafólkið gæti haft þetta sem atvinnu og árangurinn yrði betri. Þetta eru svo litlar upphæðir í samanburði við margt annað en gæti skilað sér í milljörðum til baka." Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Rannsóknir hafa sýnt að árangur tengdur íþróttum og öðrum menningaratburðum skilar sér margfalt til baka fyrir bú viðkomandi þjóðar. Það er í því samhengi sem við þurfum að skoða fjárveitingar til þessara málefna, ekki síst til okkar afreksfólks í íþróttum." Þetta segir Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari, sem heldur í dag fyrirlestur á Grand Hótel hvað þurfi til að komast á toppinn í íþróttaheiminum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 15.30. Vésteinn segir að svarið liggi meðal annars í fjárveitingum til íþróttastarfs og að það standi helst fyrir þrifum hér á landi. „Þetta gengur helst út á að ætla sér að verða bestur. Ekki bara næstbestur heldur að ætla sér gullið," segir Vésteinn með áherslu. „Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að taka aðra stefnu en á toppinn. Það sem þarf til fyrst og fremst er fjármagnið." Vésteinn á sinn bakgrunn í frjálsíþróttum og hefur sem þjálfari náð á toppinn. Hans skjólstæðingar hafa orðið heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Sá frægasti er eistneski kringlukastarinn Gerd Kanter sem hefur orðið heims- og Ólympíumeistari. „Við erum nú ellefu manns sem vinnum eingöngu með hann. Það eru ekki allir í fullri vinnu en þetta er teymið í kringum hann. Það þarf mikið fjármagn til að það gangi upp," segir Vésteinn, sem er búsettur í Svíþjóð þar sem hann starfrækir eigið fyrirtæki. „Ég er með 28 starfsmenn sem starfa í kringum sjö íþróttamenn. Starfið er fjármagnað af þeim löndum sem íþróttafólkið keppir fyrir. Og fjarlægðin er ekkert vandamál. Enginn þessara íþróttamanna býr á sama stað og ég. Við hittumst í 150-180 daga á ári í æfingabúðum en þess á milli sinni ég þjálfuninni og þeim samskiptum sem ég þarf að eiga í gegnum netið. Til að verða bestur þarf að starfa með þeim bestu." Nýjasti skjólstæðingur Vésteins er Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sem er í fremstu röð í sjöþraut í sínum aldursflokki. „Þannig erum við að reyna að gera þetta með Helgu Margréti og erum við rétt komin af stað í þeirri vinnu. Við höfum leitað til bestu þjálfaranna á hennar sviði, til að mynda þjálfara Carolinu Klüft. Við sjáum um að hún fái það sem hún þarf." Vésteinn segir að nú þurfi að búa til umgjörð fyrir annað íslenskt afreksfólk í íþróttum. „Mér finnst Ísland vera draumaland fyrir íþróttafólk og miklu meira fjármagn á að koma inn í afreksíþróttir. Það er afar auðvelt að halda utan um allt starfið hér og hægt að stjórna öllu landinu úr Laugardalnum. Ísland er svo lítið land að reksturinn yrði eins og í einum klúbbi út í heimi." Vésteinn segir að grunnurinn sé til staðar. „Íslendingar eru sterkt fólk. Við erum með þetta í blóðinu. Samanborið við önnur Norðurlönd erum við miklu öflugra fólk. Og við þurfum að velja þær greinar sem við viljum skara fram úr samkvæmt því. Það sem við höfum fram fyrir marga aðra er líkamlegt atgervi. Við getum ekki ætlast til að vinna í neinu nema að við séum betri en hinir. Grunnurinn er góður og aðstaðan er komin en það þarf að koma með miklu meira fjármagn inn í starfið." Næsta spurning er vitaskuld hvaðan peningarnir eigi að koma. Ísland er í kreppu og í hverjum fréttatíma er sagt frá niðurskurði á mörgum sviðum, til að mynda heilbrigði og mennta. Vésteinn segir að þetta sé ekki samanburðarhæft og að hugarfarsbreytingar sé þörf. „Það er auðvelt að gagnrýna þetta. Það er lúxus að fá að vera atvinnumaður í íþróttum og gera ekkert allan daginn nema kasta kringlu. Það bjargar enginn mannslífum þannig. Ég er sammála því. Minn besti vinur er skurðlæknir og og það er miklu mikilvægara að hann sé á Landsspítalnum að bjarga mannslífum en ég að þjálfa einhverja menn sem kasta kúlum og kringlum. En að sama skapi mætti færa rök fyrir því að enginn veit af afrekum skurðlæknisins nema aðstandendur sjúklingsins. Ef Ísland myndi eignast Ólympíumeistara eða heimsmeistara yrði allt vitlaust í öllu þjóðfélaginu. Það hefur verið sýnt fram á það að slíkur árangur skili sér í meiri framleiðni á vinnumarkaði sem getur skilað þjóðarbúinu milljörðum." Vésteinn nefnir dæmi um Evrópumeistaratitil Dana í knattspyrnu árið 1992. „Það var fimmtán milljarða danskra króna virði í þjóðarframleiðslu. Þetta er það samhengi sem við þurfum að skoða þessi mál í. Annars getum við einfaldlega lagt afreksíþróttir niður. Það er ekki hægt að bera það saman við niðurskurð á öðrum sviðum. ÍSÍ veitir árlega afreksmönnum í íþróttum styrki. Aðeins einn fékk A-styrk fyrir árið 2010 en það var spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir. „A-styrkurinn hefur ekki breyst í 20 ár og er enn 160 þúsund á mánuði, alveg eins og ég fékk á sínum tíma. Þessi upphæð fylgir því ekki einu sinni verðbólguþróun. Ef að ríkið og sérstaklega stór fyrirtæki myndu setja meiri pening í þetta starf gæti Ísland orðið eins og Jamaíka nema bara í öðrum greinum. Íþróttafólkið gæti haft þetta sem atvinnu og árangurinn yrði betri. Þetta eru svo litlar upphæðir í samanburði við margt annað en gæti skilað sér í milljörðum til baka."
Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira