Innlent

Munu ekki staðfesta samningana

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ríkisstjórnin ákveðið að greina forsvarsmönnum Magma Energy á Íslandi frá því að áhöld séu um lögmæti samninganna um kaupin á HS orku og því sé ekki hægt að staðfesta þá af opinberri hálfu núna.

Efitr því sem fréttastofa kemst næst eru uppi skýr áform hjá stjórnvöldum um að styrkja öll lagaákvæði um almannaeign á orkuauðlindum og orkufyrirtækjum. Einnig á að fara fram ítarleg rannsókn á kaupferlinu, með það fyrir augum að hægt sé að vinda ofan af því.






Tengdar fréttir

Lausn komin á Magma-málið

Ríkisstjórnin hefur komist að niðurstöðu í Magma málinu og verður hún kynnt í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið á fundum í allan dag vegna málsins, en eins og kunnugt er lýstu þrír þingmenn Vinstri grænna því yfir um helgina að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði samningurinn um kaup Magma Energy á HS Orku ekki ógiltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×