Erlent

Fuglar velja sér síður lífrænt

Rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle hefur leitt í ljós að fuglar velja síður lífrænt ræktað korn ef hefðbundið korn er einnig í boði.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem stóð yfir í þrjú ár, ætti að vera fólki umhugsunarefni nú þegar áherslan á lífrænt ræktaðan mat eykst dag frá degi, segir líffræðingurinn Ailsa McKenzie, sem stýrði rannsókninni.

Hún rekur áhugaleysi fuglanna á lífrænt ræktuðu korni til þess að prótíninnihald í því sé minna en í hefðbundnu korni. Fuglarnir vilji sem prótínríkastan mat og velji því hefðbundið korn. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×