Lífið

Kardashian-systur gefa góð ráð í bók

Kim Kardashian segir kannski lesendum hvernig skal halda á ketti í bókinni.
Kim Kardashian segir kannski lesendum hvernig skal halda á ketti í bókinni.

Systurnar Kim, Kourtney og Khloe Kardashian vinna nú saman að bók. Í bókinni verður kafað djúpt ofan í óþrjótandi viskubrunna systranna ásamt því að fjölmargar myndir af þeim munu gleðja augu lesenda.

„Það verða fullt af skemmtilegum ábendingum og sögum ásamt öllu um sambönd,“ sagði Kim, frægasta systirin, þegar útgáfa bókarinnar var kynnt. „Það verður líka kafað djúpt ofan í líf okkar systranna, jafnvel þó að fólk telji sig örugglega vita allt um okkur. Við ætlum að láta allt flakka og deila með fólki fullt af myndum og öðru skemmtilegu.“

Kardashian-systurnar eru af þeirri tegund að vera frægar fyrir að vera frægar. Þær sýna sig í sjónvarpsþættinum Keeping Up With the Kardashians sem hin metnaðarfulla E!-sjónvarpsstöð sýnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.