Innlent

Símasamband aftur komið á

Viðgerð á símstöð Vodafone, sem bilaði um kl. 16 í dag og olli truflunum á hefðbundinni GSM þjónustu, er lokið. Bilunin varði í rúma klukkustund og um kl. 17 komust fyrstu viðskiptavinirnir aftur í samband.

Það tekur þó allt að klukkustund að skrá öll símtæki inn á dreifikerfið að nýju og flest númer voru orðin virk um kl. 18. Í einhverjum tilvikum gætu viðskiptavinir þó þurft að endurræsa símtækin sín til að koma á sambandi. Engar truflanir urðu á 3G þjónustu, netþjónustu og heimasímaþjónustu.

Vodafone biður viðskiptavini velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna að hafa orðið fyrir vegna bilunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×