Handbolti

Arna Sif: Allir þurfa að spila sinn besta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
„Stemningin er mjög góð. Við erum að reyna að halda haus og vera jákvæðar," sagði Arna Sif Pálsdóttir þegar Vísir hitti á hana í Árósum í dag.

Ísland hóf í gær leik á EM í Noregi og Danmörku og tapaði í fyrsta leik fyrir Króatíu, 35-25. Framundan er leikur gegn Svartfjallalandi á morgun.

„Við ætlum að bæta okkur og við eigum fullt inni. Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið stress í okkur í gær en við gerðum ýmis byrjendamistök sem við þurfum að leiðrétta. Við erum allar tilbúnar í það," sagði Arna.

„Við vorum búin að fara vel yfir allt fyrir leikinn en í svona leik þurfa allir að mæta klárar og spila sinn besta leik. Sumar gerðu það en ekki nærri því allir. Við vorum til dæmis að fá fullt af færum sem við klikkuðum á."

„Í vörninni þurfum við að standa betur saman og hafa minna bil á milli okkar. Þetta er allt meðal þess sem við höfum rætt um og ætlum að bæta."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×