Webber: Þurfti að hafa fyrir sigrinum 1. ágúst 2010 22:38 Mark Webber tók sigurstökk á verðlaunapallinum í dag. Mynd: Getty Images Mark Webber var ánægður með árangur dagsins í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi. Hann vann sigur, eftir að Sebastian Vettel og Fernando Alonso náðu að veita honum keppni. Hann sneri á þá báða með vel útfærðri keppnisáætlum Red Bull liðsins, og refsingu sem Vettel fékk fyrir að brjóta reglur í kringum endurræsingu mótsins. "Þetta var einskonar gjöf til mín í dag. Ég hef ekki fengið margar en þigg hana með þökkum. Þetta var ólán hjá Sebastian", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber vann fjórða sigurinn á árinu. "Þetta er ótrúlegur dagur fyrir liðið. Markmið okkar var fyrsta og annað sætið, en því miður náðum við því ekki, en náðum fullt af stigum samt. Það er alltaf gott að hámarka árangurinn, sana hvað gerist hjá keppinautum okkar. Við förum ekki framúr okkur þó við höfum náð fleiri stigum en þeir sem voru á undan okkur." Webber átti ekki von á sigri fyrir mótið. "Sebastian var fremstur á ráslínu og leiddi mótið og án mistaka var mótið hans. En það gerist ýmislegt í kappakstri. Ég hef ekki fengið aðra sigra gefins. Sebastian tapaði tveimur sætum og við töpuðum stigum í keppni bílasmiða, en ég kvarta ekki. Ég þurfti að vinna mitt verk og það var ekki auðvelt", sagði Webber. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber var ánægður með árangur dagsins í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi. Hann vann sigur, eftir að Sebastian Vettel og Fernando Alonso náðu að veita honum keppni. Hann sneri á þá báða með vel útfærðri keppnisáætlum Red Bull liðsins, og refsingu sem Vettel fékk fyrir að brjóta reglur í kringum endurræsingu mótsins. "Þetta var einskonar gjöf til mín í dag. Ég hef ekki fengið margar en þigg hana með þökkum. Þetta var ólán hjá Sebastian", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber vann fjórða sigurinn á árinu. "Þetta er ótrúlegur dagur fyrir liðið. Markmið okkar var fyrsta og annað sætið, en því miður náðum við því ekki, en náðum fullt af stigum samt. Það er alltaf gott að hámarka árangurinn, sana hvað gerist hjá keppinautum okkar. Við förum ekki framúr okkur þó við höfum náð fleiri stigum en þeir sem voru á undan okkur." Webber átti ekki von á sigri fyrir mótið. "Sebastian var fremstur á ráslínu og leiddi mótið og án mistaka var mótið hans. En það gerist ýmislegt í kappakstri. Ég hef ekki fengið aðra sigra gefins. Sebastian tapaði tveimur sætum og við töpuðum stigum í keppni bílasmiða, en ég kvarta ekki. Ég þurfti að vinna mitt verk og það var ekki auðvelt", sagði Webber.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira