Lífið

Vestri efstur á óskalista Kutchers

Vestri er efstur á óskalistanum hjá leikaranum Ashton Kutcher.
Vestri er efstur á óskalistanum hjá leikaranum Ashton Kutcher.

Leikarann Ashton Kutcher dreymir um að leika í vestra. „Mig langar rosalega til að leika einhvern tímann í virkilega rykugum og sóðalegum vestra. En ég veit ekki hvort það verður að veruleika því fólk er hætt að horfa á vestra. Ef tækifærið byðist myndi ég samt stökkva á það," sagði Kutcher, sem er 32 ára.

Hann leikur á móti Katherine Heigl í sinni nýjustu mynd, Killers. „Hún veit upp á hár hvað hún vill gera á tökustað og hvað hún vill ekki gera. Hún skilar alltaf sínu," sagði hann um Heigl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.