Viðskipti erlent

Ekkert lát á verðhækkunum á gulli

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og fór únsan í rétt tæpa 1.280 dollara í morgun. Hefur verðið aldrei verið hærra í sögunni.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að hækkanir á verði gulls að undanförnu séu í takt við veikingu á gengi dollarans og að fjárfestar séu að leita að „öruggum skjólum" fyrir fé sitt.

Sem dæmi um fylgni milli gengis dollarans og gullverðs nefnir Bloomberg að á síðustu fjórum vikum hefur gengi dollarans veikst um 2,7%. Á móti hefur verð á gullinu hækkað um 2,6%.

Ekki er reiknað með að viðsnúningur verði á verðhækkunum gulls í náinni framtíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×