Enski boltinn

Mancini: Nú vilja allir leikmenn koma til Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ekki miklar áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir hann að sannfæra leikmenn um að koma til City-liðsins í janúarglugganum.

„Nú vilja allir leikmenn koma til Manchester City. Það er alveg eðlilegt því City er stórt félag með bjarta framtíð," sagði Roberto Mancini á blaðamannafundi í dag.

Mark Hughes, fyrirrennari Mancini hjá City, eyddi meira en 300 milljónum dollara í leikmenn á síðasta ári en var síðan rekinn í desember. Hughes hefði getað eytt enn meiru því hann var næstum því búinn að kaupa Kaka fyrir ári síðan en kaupin gengu til baka á síðustu stundu.

Mancini var ekki tilbúinn að gefa það upp á blaðamannafundi, fyrir leik Manchester-liðanna í deildarbikarnum á miðvikudaginn, hvaða leikmenn hann ætlaði að kaupa til City á næstunni en það bíða örugglega margir spenntir eftir fréttum af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×