Björgvin: Ég er ekki fullkominn 12. september 2010 10:49 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var viðskiptaráðherra á árunum 2007-2009. Mynd/Anton Brink Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin. Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin.
Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21