Lífið

Allsgáðir á tónleikaferð

Robbie Williams og Gary Barlow verða ódrukknir á tónleikaferðalaginu.
nordiphotos/getty
Robbie Williams og Gary Barlow verða ódrukknir á tónleikaferðalaginu. nordiphotos/getty
Hinir fimm sameinuðu meðlimir strákabandsins Take That hafa ákveðið að banna áfengi á væntanlegri tónleikaferð um Evrópu á næsta ári. Svo virðist sem partístand sveitarinnar sé á enda runnið, enda hafa Robbie Williams og Mark Owen glímt við áfengisvandamál undanfarin ár. „Strákarnir ræddu saman í síðustu viku þegar þeir voru að vinna að nýju tónlistarmyndbandi. Þeir ræddu dagskrána fyrir næsta ár. Þetta er viðkvæmt málefni en hvorki hljómsveitin né aðstoðarmenn hennar fá að hafa áfengi um hönd," sagði heimildarmaður The Sun.

Þrátt fyrir bannið ætla þeir félagar að þjappa sér saman fyrir tónleikaferðina með því að fara í strákaferð til Los Angeles og Las Vegas. Það var Williams sem stakk upp á ferðinni, sem verður farin í næsta mánuði. „Það er auðvelt að láta lítið fyrir sér fara þar, fela sig frá sviðsljósi fjölmiðla, vinna að nýjum hugmyndum og slappa af."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.