Viðskipti erlent

Actavis gæti reynt að kaupa Stada Arzneimittel

Töluverðar vangaveltur eru komnar upp í Þýskalandi um að Actavis og bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggi fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada Arzneimittel. Eins og kunnugt er af fréttum í gær töpuðu Actavis og Pfizer baráttunni um Ratiopharm til Teva.

Stada Arzneimittel er þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki Þýskalands. Bloomberg fréttaveitan hefur það eftir Thomas Maul greinanda hjá DZ Bank að Actavis og Pfizer gætu beint sjónum sínum að Stada. Vangaveltur um slíkt leiddu til þess að hlutir í Stada hækkuðu um tæpt prósent í gærdag í kauphölllinni í Frankfurt.

Axel Mueller talsmaður Stada vildi ekki tjá sig um málið við Bloomberg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×