Linda Björg: Kjóll Birtu fer vel við litarhaft Heru 25. maí 2010 11:30 Linda Björg Árnadóttir er almennt sátt með kjól Heru Bjarkar sem hún hyggst klæðast í Eurovision. Hún segir hann klassískan og betri en sá sem Jóhanna Guðrún var í Moskvu í fyrra. „Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira