Linda Björg: Kjóll Birtu fer vel við litarhaft Heru 25. maí 2010 11:30 Linda Björg Árnadóttir er almennt sátt með kjól Heru Bjarkar sem hún hyggst klæðast í Eurovision. Hún segir hann klassískan og betri en sá sem Jóhanna Guðrún var í Moskvu í fyrra. „Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira