Linda Björg: Kjóll Birtu fer vel við litarhaft Heru 25. maí 2010 11:30 Linda Björg Árnadóttir er almennt sátt með kjól Heru Bjarkar sem hún hyggst klæðast í Eurovision. Hún segir hann klassískan og betri en sá sem Jóhanna Guðrún var í Moskvu í fyrra. „Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira