Töldu stjórnmálin vera kaup kaups thorunn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 04:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gerir upp sín mál. Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón. Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón.
Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira