Fótbolti

Bayern búið að áfrýja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery fær hér rauða spjaldið umdeilda.
Franck Ribery fær hér rauða spjaldið umdeilda. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að það hefur móttekið áfrýjun Bayern München við úrskurði aganefndar sambandsins um að dæma Franck Ribery í þriggja leikja bann.

Ribery fékk að líta rauða spjaldið í fyrri undanúrslitaviðureign Bayern gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu. Hann tók út leikbann í síðari leiknum en var svo dæmdur í þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið.

Það þýðir að Ribery missir af úrslitaleik Bayern og Inter í Madríd þann 22. maí næstkomandi.

Forráðamenn þýska liðsins ákváðu hins vegar að áfrýja úrskurðinum en ekki er enn vitað hvenær málið verður tekið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×