Handbolti

Bjarni Fritzson fer frá FH og semur við Akureyri

Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Bjarni Fritzson hefur ákveðið að semja við Akureyri og spilar því með félaginu á næstu leiktíð. Bjarni fer því frá FH en hann var markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili og var fyrir vikið valinn í lið mótsins.

„Ég flyt norður með alla fjölskylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun," sagði Bjarni sem valdi á milli FH og Akureyrar en hafði úr fleiri tilboðum að velja.

Hann hefur spilað 39 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Nokkrir leikmenn hafa horfið á braut frá Akureyri, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal.

Nánar er rætt við Bjarna í Fréttablaðinu á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×