Enski boltinn

Mancini þurfti tvo trefla í kuldanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mancini er hér í snjókomunni í dag.
Mancini er hér í snjókomunni í dag.

„Það var mjög kalt. Svo kalt að ég þurfti tvo trefla til þess að halda á mér hita," sagði Roberto Mancini, stjóri Man. City, eftir að hans menn höfðu marið sigur á Middlesbrough, 0-1, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Afar kalt var á vellinum og snjóaði lengstum.

Blaðamenn spurðu að því strax eftir leikinn hvort hann væri búinn að semja við Ivan Cordoba hjá Inter? Mancini sagði að það mál væri ekki klárt.

Mancini sagðist fyrst og fremst vera að hugsa um stórleikinn gegn Man. Utd á miðvikudag er liðin mætast í undanúrslitum deildarbikarsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×